Ari Karlsson

Lögmaður / Ráðgefandi

Ari er héraðsdómslögmaður með víðtæka reynslu af fyrirtækjaráðgjöf og samningagerð innanlands og utan. Hann átti tólf ára glæsilegan feril hjá LOGOS lögmannsþjónustu þar sem hann starfaði til 2019, þ.á.m. á skrifstofu félagsins í London. Eftir eitt ár hjá Reykjavíkurborg gekk hann svo til liðs við LMB Mandat (nú LMG) þar sem hann hefur verið ráðgefandi lögmaður frá árinu 2020.  

 

Fyrir utan að eiga gott með að leysa flókin lögfræðileg álitaefni býr Ari yfir mikilli elju og þrautseigju. T.d. var hann viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Íslandsbanka í fullu starfi samhliða námi sínu við Lagadeild Háskóla Íslands, en hann lauk cand. jur. prófi þaðan árið 2007 og öðlaðist sama ár réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi. 

 

Ari er varamaður í kærunefnd jafnréttismála og hefur í gegnum tíðina sinnt margvíslegri hagsmunagæslu fyrir hönd stjórnvalda, m.a. sem fulltrúi í opinberum nefndum og starfshópum. 

 

Hann hefur einnig komið að ýmsum félagsstörfum í gegnum tíðina og verið ötull við að miðla þekkingu sinni til laganema, bæði við Lagadeild Háskóla Íslands og á Bifröst þar sem hann var settur umsjónarmaður laganáms árið 2020. 

 

Skandinavísk hönnun og bókmenntir höfða sérstaklega til Ara. Hann er söngelskur heima við og kann að meta góðan kveðskap.

Til Baka