Birna Ketilsdóttir
Lögmaður / Verkefnastjóri birna@lmg.isBirna Ketilsdóttir er héraðsdómslögmaður með mikla reynslu af skaðabótamálum, réttargæslumálum og vinnuréttarmálum. Eftir að hafa lokið mag. jur prófi frá Lagadeild háskóla Íslands árið 2015 gekk hún til liðs við LMB lögmenn (síðar LMB Mandat, nú LMG) og öðlaðist í kjölfarið málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2016.
Birna er dugnaðarforkur að vestan. Hún starfaði um tíma hjá Sýslumanninum í Bolungarvík, en einnig öðlaðist hún dýrmæta reynslu sem hámaður hjá Lögreglunni á Ísafirði. Hún er sterkur málflytjandi og sýndi þá hæfileika snemma með frammistöðu sinni í málflutningskeppni Orators, þar sem liðið hennar keppti til sigurs í Hæstarétti árið 2014.
Í erfiðum málum, þar sem lykilatriði er að setja sig í spor brotaþola, nýtast styrkleikar Birnu vel, enda er starf lögmannsins í hennar huga ekki síst fólgið í hlustun, sálgæslu og því að vera fólki sem er að ganga í gegnum sára lífsreynslu til halds og trausts.
Birna ólst upp að hluta til í Kína og hefur sótt landið heim á síðari árum. Í frístundum gengur hún á fjöll, æfir þrekíþróttir og leikur á píanó.