Diljá Ragnarsdóttir
Lögfræðingur / Fulltrúi dilja@lmg.isDiljá Ragnarsdóttir kom til starfa hjá LMB Mandat (nú LMG) haustið 2019. Hún útskrifaðist með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2017 og lauk svo mastersnámi þaðan árið 2021. Diljá náði eftirtektarverðum námsárangri en hún var með hæstu meðaleinkunn í árgangnum við báðar útskriftirnar, BA og master. Þá kenndi hún á upprifjunarnámskeiðum fyrsta árs nema í lögfræði árin 2017 og 2018 og tók þátt í rannsóknarverkefni á sviði fjármagnsmarkaðsréttar.
Áður en hún gekk til liðs við LMG starfaði Diljá hjá Almenna leigufélaginu í þrjú ár, síðast sem verkefnastjóri og regluvörður. Í störfum sínum þar öðlaðist hún dýrmæta reynslu en meðal verkefna sem hún vann að hjá félaginu voru gerð samrunaskrár og innleiðing persónuverndarstefnu.
Í frístundum finnst Diljá best að njóta lífsins með fjölskyldu og vinum, elda góðan mat og fara í kvöldgöngur með áhugavert hlaðvarp í eyrunum.