Emma Adolfsdóttir

Lögfræðingur / Fulltrúi

Emma Adolfsdóttir lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2019. Hún gekk til liðs við LMB Mandat (nú LMG) árið 2020. Emma hefur talsverða reynslu af skaðabótamálum og hefur kynnst þeim frá ólíkum sjónarhornum, annars vegar sem laganemi hjá Verði tryggingum í lögfræðiþjónustu tjónadeildar og hins vegar sem lögfræðingur hjá úrskurðarnefnd velferðarmála. 

 

Á meðan lögfræðináminu stóð tók Emma að sér hlutverk aðstoðarkennara í eignarrétti og lagði stund á lögfræðirannsóknir honum tengdum. Þá var hún kennari á upprifjunarnámskeiðum Orators í eignarrétti og Evrópurétti.  Emma ólst upp í Noregi og öðlaðist þannig gott vald á norsku, en hún hefur einnig lært sænsku og dönsku. Hluta úr náminu var hún Nordplus styrkþegi í Svíþjóð við Uppsala universitet og tók í kjölfarið þátt í Norrænu málflutningskeppninni í Osló 2018. Emma er með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum.

 

Emma er mikil félagsvera og hefur sinnt margvíslegum félagsstörfum í gegnum tíðina. Áhugi hennar á tungumálum nær einnig til rómönsku málanna, en hún hefur sótt námskeið í spænsku, frönsku og franskri menningu. Emma byrjaði nýlega að iðka tennis, sem reyndist kærkomin viðbót við útivistina og göngurnar sem hún stundaði fyrir. 

Til Baka