„Það sem einkennir góða lögmennsku er að hagsmunir viðskiptavinarins séu númer eitt, tvö og þrjú.“

Eva Bryndís Helgadóttir

Hæstaréttarlögmaður / eigandi

Starfssvið

  • Málflutningur
  • Kröfu- og samningaréttur
  • Skaðabótaréttur
  • Vinnuréttur
  • Skipti þrotabúa
  • Félagaréttur

Eva Bryndís Helgadóttir, hæstaréttarlögmaður, er sérhæfð í málflutningi á öllum dómsstigum. Einnig hefur hún mikla reynslu af stjórnarsetu í fyrirtækjum.  

 

Eva var formaður slitastjórnar Byrs sparisjóðs frá árinu 2010 til nauðasamnings árið 2016 og var stjórnarformaður TM hf. á árunum 2010 til 2012. Eva gegndi hlutverki stjórnarformanns Olíudreifingar ehf. frá árinu 2015 til maí 2020. Þá situr hún í stjórn Haga hf.     

 

Á farsælum ferli hefur Eva Bryndís rekið mikinn fjölda mála fyrir dómstólum við góðan orðstír og síðan hún varð meðeigandi stofunnar árið 2003 hefur hún gegnt margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum, þ.á m. á hjá Lögmannafélagi Íslands.  

 

Eva Bryndís býr yfir miklu jafnaðargeði. Henni finnst spennandi að takast á við stór og flókin verkefni sem krefjast teymisvinnu, góðrar yfirsýnar, þolinmæði og sterkrar strategíu. 

Til Baka