Fannar Rafn Gíslason
Laganemi fannar@lmg.isFannar Rafn Gíslason hefur starfað hjá LMG frá haustmánuðum 2021, en leggur samhliða stund á meistaranám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Vorið 2021 lauk hann grunnnámi í lögfræði með góðum námsárangri og var á forsetalista lagadeildar HR 2019.
Áður en Fannar gekk til liðs við LMG starfaði hann hjá embætti Sýslumannsins á Norðurlandi eystra. Sinnti hann þar fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á lögfræðisviði embættisins, einkum við meðferð dánarbúa og lögráðamála auk þinglýsinga.
Fannar hefur látið hendur standa fram úr ermum í félagsstörfum laganema og gegndi stöðu formanns Lögréttu, félags laganema við HR auk stöðu fulltrúa í lögfræðiþjónustu félagsins.
Löngunin til að lenda erfiðum verkefnum gæti verið sprottin út frá áhuga hans á flugi en Fannar hefur lokið einkaflugmannsprófi. Í frítíma sínum nýtur hann þess að fara á skíði eða stunda hjólreiðar, sem og að sitjast niður með góða bók.