„Virðing fyrir fjármagni kallar oft á erfiðar ákvarðanir. Sérstaklega þegar menn standa á tímamótum í rekstri. Þá kemur sér vel að vera lipur í samskiptum og kunna að beita skapandi hugsun við úrlausn mála.“

Haraldur Flosi Tryggvason Klein

Lögmaður / Eigandi

Starfssvið

  • Samninga- og kröfuréttur
  • Fjármunaréttur
  • Fasteigna og skipulagsmál
  • Ráðgjöf við erlenda fjárfesta
  • Endurskipulagning fyrirtækja
  • Stefnumótun og stjórnun fyrirtækja

Haraldur Flosi Tryggvason Klein er héraðsdómslögmaður með framhaldsmenntun í Evrópurétti auk MBA gráðu. Þekking hans og reynsla úr atvinnulífinu hefur skilað viðskiptavinum okkar frábærum árangri, sér í lagi við endurskipulagningu og fjárhagslega uppstokkun stórra fyrirtækja og opinberra stofnana. 

 

Haraldur Flosi lauk framhaldsmenntun á sviði Evrópuréttar til Magister Juris prófs frá Oxford University MBA árið 2003 og MBA gráðu frá Oxford Brokes University ári síðar. Þaðan lá leið hans í stjórnun og rekstur fyrirtækja og stofnana. Hann var framkvæmdastjóri bæði Exton ehf. og Framtíðarsýnar ehf. Þá var hann stjórnandi hjá Lýsingu um skeið. 

 

Á árunum eftir hrun var Haraldur Flosi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur sem hann stýrði út úr þrengingum með glæsibrag. Haraldur stofnaði LMB (síðar LMB Mandat, nú LMG) ásamt öðrum árið 2011 og hefur sinnt lögmannsstörfum og ráðgjöf jöfnum höndum síðan. Hann hefur m.a. leitt miklar breytingar og uppbyggingu hjá Félagsbústöðum og setið í stjórnum Landsvirkjunar, VÍS og Landsbréfa. 

 

Haraldi Flosa ferst vel úr hendi að miðla málum í flóknum kringumstæðum þar sem miklir hagsmunir eru í húfi. Þar kemur hæfni í samskiptum ekki síður að gagni en haldbær þekking á lögfræðinni. Haraldur hefur sinnt ýmsum félagsstörfum í gegnum tíðina. Auk áhuga hans á vinnunni er hann gefinn fyrir listir og sat m.a. um tíma í stjórn Nýlistasafnsins. Þá kemur fyrir að hann bregði sér á hestbak eða renni fyrir fisk. 

Til Baka