Ingunn Elísabet Markúsdóttir

Lögfræðingur / Fulltrúi

Ingunn Elísabet Markúsdóttir útskrifaðist úr meistaranámi í lögfræði við Lagadeild Háskóla Íslands árið 2020. Sama ár gekk hún til liðs við LMB Mandat (nú LMG), en áður hafði hún meðal annars starfað sem laganemi hjá Rétti – Aðalsteinsson & Partners, Héraðsdómi Reykjavíkur og á lögfræðisviði Landsvirkjunar.

 

Ingunn hefur mikinn áhuga á mannréttindum og á meðan á laganáminu stóð lagði hún áherslu á það svið lögfræðinnar. Hluta úr meistaranáminu tók hún í skiptinámi í Hollandi við háskólann í Groningen þar sem hún lagði einkum stund á nám í alþjóðlegum mannréttindum og refsirétti, auk þess sem hún var laganemi hjá Mannréttindadómstól Evrópu í Strasbourg sumarið 2019. Á meðan á náminu stóð tók hún einnig þátt í rannsóknum á sviði réttarfars á vegum Lagstofnunar Háskóla Íslands. Þá var Ingunn mjög virk í félagsstörfum laganema og gengdi þar ýmsum ábyrgðarstörfum á vegum Orator og sat auk þess í stjórn Íslandsdeildar ELSA (félags evrópskra laganema).

 

Í lok vinnudags nýtur Ingunn þess að fara út að hlaupa með góða tónlist í eyrunum.

Til Baka