Leifur Gunnarsson
Lögmaður og fulltrúi leifur@lmg.isLeifur Gunnarsson er lögmaður með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Hann hefur víðtæka reynslu af vinnurétti, félagsmálarétti, persónuvernd og almennri lögfræðiráðgjöf.
Samhliða lögfræðináminu við Háskóla Íslands starfaði Leifur hjá Sýslumanninum á Vestfjörðum og Persónuvernd auk þess að sinna kennslu. Leifur nýtur þess að hafa nóg fyrir stafni og tók virkan þátt í félagsstörfum, sat m.a. í stjórn Orators sem alþjóðaritari og var varaforseti samtaka norrænna félaga laganemenda.
Þegar Leifur útskrifaðist með mag. jur. á útmánuðum 2018 hafði hann starfað sem lögfræðingur hjá Eflingu frá 2017 og öðlast þar trausta reynslu af vinnurétti. Allar götur síðan hefur hann sinnt ráðgjöf við framkvæmdastjórn ESB á sviði vinnuréttar og setið í yfirkjörstjórn fyrir Alþingis- og forsetakosningar. Haustið 2018 hóf Leifur störf á Alþingi sem lögfræðingur þingflokks VG en gekk til liðs við LMG í upphafi árs 2022.
Reynsla af búsetu í ólíkum menningarheimum hefur vakið hjá honum mikinn áhuga á ferðalögum erlendis. En það toppar fátt að renna fyrir lax eða ganga á fjöll og njóta útiverunnar hér heima.