Leifur Gunnarsson

Lögmaður og fulltrúi

Leifur Gunnarsson er lögmaður með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Hann hefur víðtæka reynslu af vinnurétti, félagsmálarétti, persónuvernd og almennri lögfræðiráðgjöf.

Samhliða lögfræðináminu við Háskóla Íslands starfaði Leifur hjá Sýslumanninum á Vestfjörðum og Persónuvernd auk þess að sinna kennslu. Leifur nýtur þess að hafa nóg fyrir stafni og tók virkan þátt í félagsstörfum, sat m.a. í stjórn Orators sem alþjóðaritari og var varaforseti samtaka norrænna félaga laganemenda.

Þegar Leifur útskrifaðist með mag. jur. á útmánuðum 2018 hafði hann starfað sem lögfræðingur hjá Eflingu frá 2017 og öðlast þar trausta reynslu af vinnurétti. Allar götur síðan hefur hann sinnt ráðgjöf við framkvæmdastjórn ESB á sviði vinnuréttar og setið í yfirkjörstjórn fyrir Alþingis- og forsetakosningar. Haustið 2018 hóf Leifur störf á Alþingi sem lögfræðingur þingflokks VG en gekk til liðs við LMG í upphafi árs 2022.

Reynsla af búsetu í ólíkum menningarheimum hefur vakið hjá honum mikinn áhuga á ferðalögum erlendis. En það toppar fátt að renna fyrir lax eða ganga á fjöll og njóta útiverunnar hér heima.

Til Baka