„Ráðgjöfin þarf að byggja á raunsæi, hvort sem staðan er sterk eða veik. Ef viðskiptavinurinn ákveður að taka málið áfram er það svo aftur hlutverk lögmannsins að taka slaginn með honum alla leið.“

Oddur Ástráðsson

Lögmaður / Eigandi

Starfssvið

  • Skattaréttur og alþjóðlegur skattaréttur
  • Fjármála- og félagaréttur
  • Samninga- og kröfuréttur
  • Samrunar og kaup fyrirtækja (M&A)
  • Endurskipulagning fyrirtækja og skuldaskil
  • Stjórnsýsluréttur
  • Vinnuréttur
  • Sakamálaréttarfar
  • Mannréttindi
  • Almenn lögfræðiráðgjöf og málflutningur

Oddur Ástráðsson er héraðsdómslögmaður með framhaldsmenntun á sviði alþjóðlegs skattaréttar. Hann hefur sinnt fjölbreyttri lögfræðiþjónustu við atvinnulífið um árabil. 

 

Á námsárunum í lögfræði fór Oddur fljótt að vinna með náminu í Háskóla Íslands, bæði hjá Logos lögmannsþjónustu og umboðsmanni Alþingis. Þar hlaut hann haldbæra reynslu af lögfræðistörfum sem hefur nýst honum æ síðan. 

 

Í starfi sínu hjá Logos voru það einkum mál tengd skattarétti sem vöktu áhuga Odds. Hann hélt því til framhaldsnáms í alþjóðlegum og evrópskum skattarétti í Uppsala University og útskrifaðist þaðan með hæstu einkunn vorið 2017. 

 

Oddur hefur verið meðeigandi frá árinu 2018. Hann er fljótur að greina kjarnann frá hisminu og á gott með að vinna undir álagi, enda með bakgrunn úr fjölmiðlaheiminum sem fréttamaður og framleiðandi. Í vinnunni kann hann best við sig í dómssal þegar allt er undir.   

Til Baka