„Það hefur oft komið sér vel að búa yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu. Þannig getur maður skilið þarfir viðskiptavina og gætt hagsmuna þeirra, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki.“

Stefán Árni Auðólfsson

Lögmaður / Eigandi

Starfssvið

  • Fjármála- og félagaréttur
  • Samninga- og kröfuréttur
  • Endurskipulagning fyrirtækja
  • Verðbréfaviðskiptaréttur
  • Fjármunaréttur
  • Kauparéttur
  • Sifjaréttur
  • Almenn lögfræði

Stefán Árni Auðólfsson, héraðsdómslögmaður og meðeigandi, hefur haft margvíslega aðkomu að viðskiptalífinu og lögfræðiráðgjöf í gegnum árin og hann hefur getið sér gott orð sem ráðgjafi á flestum sviðum fjármunaréttar og rekstri fyrirtækja.

 

Auk þess að vera héraðsdómslögmaður er Stefán með með próf í verðbréfaviðskiptum. Hann hlaut framhaldsmenntun í Bretlandi (LLM) og hefur setið í stjórn fjölda fyrirtækja, allt frá nýstofnuðum sprotafyrirtækjum til stórfyrirtækja á borð við Haga hf., Símann hf. og Eik fasteignafélag hf.

 

Stefán var meðal stofnenda LMB árið 2011 (síðar LMB Mandat, nú LMG). Á árunum 2005 til 2011 var Stefán Árni lögfræðingur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins með aðkomu að eignastýringu og lánamálum. Fram að því hafði hann m.a. starfað fyrir nefndarsvið Alþingis, Fortis lögmannsstofu og Eignamiðlun fasteignasölu.

 

Stefán kemur mikið að gerð samninga og er glöggur á hvar sameiginlegir hagsmunir liggja. Hann nýtur hann sín vel í krefjandi verkefnum sem reyna á þrautseigju og útsjónarsemi.

Til Baka