„Það er langbest að starf lögmannsins hefjist áður en til ágreinings kemur. Ef öll samningsatriði eru hafin yfir vafa frá upphafi er markmiðinu náð.“

Þorsteinn Ingason

Lögmaður / Eigandi

Starfssvið

  • Félagaréttur
  • Samrunar og yfirtökur
  • Samkeppnisréttur
  • Samninga- og kröfuréttur
  • Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja
  • Skattaréttur og alþjóðlegur skattaréttur
  • Almenn lögfræðiráðgjöf

Þorsteinn er lögmaður með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Hann hefur víðtæka reynslu af ráðgjöf og lögfræðiþjónustu við félög og fyrirtæki, innlend sem erlend.

 

Samhliða námi í Háskóla Íslands til Mag. Jur prófs var Þorsteinn laganemi hjá BBA Legal og starfaði þar eftir útskrift sem fulltrúi frá 2017 til 2019 en þá réði hann sig til LMB Mandat. Hann gekk í eigendahóp LMB Mandat (nú LMG) árið 2020. 

 

Þorsteinn hefur sett fókusinn á fyrirtæki og rekstur þeirra og veitir margvíslega ráðgjöf á því sviði t.d. um stofnun og fjármögnun, bókhald, félagarétt, leyfismál og umhverfismál svo eitthvað sé nefnt. 

 

Þorsteinn leggur mikið upp úr að veita viðskiptavinum eins góða ráðgjöf og mögulegt er. Enda þekkir hann það vel sem afreksmaður í vetraríþróttum að til að skara fram úr þarf maður að vera tilbúinn að gera sitt besta og gott betur.

Til Baka